Áningarstaðir

Margir áningastaðir eru innan Snæfellsjökulsþjóðgarðs og friðlanda þar sem tilvalið er að stoppa og njóta nærandi útivistar í náttúrunni.

Bílastæði
Áningabekkir
Útsýnispallur

Hellnar

Á Hellnum var um langa hríð sjávarpláss með miklu útræði og um aldir ein af stærstu verstöðvunum á Snæfellsnesi. Allgott lægi er fyrir smábáta á…
Bílastæði
Áningabekkir

Skarðsvík

Skarðsvík er einstaklega falleg vík með gulum skeljasandi og sægrænum sjó. Víkin er umvafin dökku eldfjallalandi. Til að komast að Skarðsvík er farið af svonefndum Útnesvegi nr.…
Bílastæði
Áningabekkir
Útsýnispallur

Svalþúfa

Svalþúfa og Þúfubjarg er stór móbergshöfði skammt austan við Lóndranga. Framhluti höfðans heitir Þúfubjarg þar sem þúsundir sjófugla verpa á vorin og ala upp unga…
Bílastæði
Áningabekkir

Búðahraun 

Í Búðahrauni er að finna eitt fegursta gróðurlendi á Íslandi. Búðahraun er nefnt Klettshraun í fornum heimildum og eldstöðin í miðju hrauninu heitir Búðaklettur. Búðaklettur…
Bílastæði
Aðgengi fyrir fatlaða
Áningabekkir
WC
Útsýnispallur
Leiktæki

Arnarstapi

Ströndin milli Arnarstapa og Hellna var friðlýst árið 1979 en ströndin skartar fögrum og sérkennilegum bergmyndunum og klettum sem mótast hafa í briminu. Sker og…
Bílastæði
Aðgengi fyrir fatlaða
Áningabekkir
WC
Leiktæki

Malarrif 

Gestastofa þjóðgarðsins er við Malarrif. Þar er einnig frábær áningastaður fyrir alla fjölskylduna, leiktæki og nálægð við ströndina. Í gestastofunni er sýning þar sem þema…
Bílastæði
Aðgengi fyrir fatlaða
Áningabekkir
Útsýnispallur

Djúpalónsandur 

Djúpalónsandur er rómaður fyrir sínar svörtu djúpalónsperlur, steinum sem sjórinn hefur slípað svo fallega. Þar er einnig að finna hin þekktu Steinatök sem eru fjórir…
Bílastæði
Áningabekkir

Hólahólar

Hólahólar eru fornir gígar, sem myndast hafa í sjó. Einn gíganna er opinn á hlið og hið fegursta náttúrusmíði. Gönguleið liggur frá Hólavogi, hringleið um…
Bílastæði
Áningabekkir

Beruvík

Í Beruvík eru fallegar tjarnir og rústir frá þeim tíma þegar þar var búið, svo sem hlaðna garða, steypta veggi, fjárbað og er þar einnig…
Bílastæði
Áningabekkir

Saxhóll

Saxhóll er 40 metra hár, formfagur gígur. Tröppur liggja upp á toppinn og því nokkuð auðvelt að ganga upp og njóti útsýnisins yfir hraunbreiður, hafið og…
Bílastæði
Áningabekkir

Eysteinsdalur

Eysteinsdalur liggur upp með Móðulæk, í átt að Snæfellsjökli. Á leiðinni í Eysteinsdal og í dalnum sjálfum opnast fjallasalur og landslagið er ólíkt því sem…
Bílastæði
Áningabekkir
Útsýnispallur
Viti

Öndverðarnes

Öndverðarnes er vestasti tangi Snæfellsness. Á árum áður var þar mikil útgerð, margar þurrabúðir og kapella en jörðin hefur verið í eyði frá árinu 1945.…
Bílastæði
Áningabekkir

Gufuskálar

Mikil útgerð var frá Gufuskálum líkt og fleiri stöðum á Snæfellsnesi. Vítt og breitt eru þar minjar og merki um sjávarútveg og byggð fyrri alda.…
Bílastæði
Aðgengi fyrir fatlaða
Áningabekkir
WC
Útsýnispallur
Leiktæki

Hellissandur 

Hellissandur er vestast á nesinu norðanverðu. Þar er Þjóðgarðsmiðstöð þjóðgarðsins, hótel, tjaldsvæði, veitinga- og kaffihús, verslanir og söfn. Sjóminjasafn er við hlið Þjóðgarðsmiðstöðvar og þar…