Saxhóll

Bílastæði
Áningabekkir

Saxhóll er 40 metra hár, formfagur gígur. Tröppur liggja upp á toppinn og því nokkuð auðvelt að ganga upp og njóti útsýnisins yfir hraunbreiður, hafið og til Snæfellsjökuls. Þar er líka sjónskífa.

Tröppustígurinn var tilnefndur til fernra verðlauna árin 2017–2018, Nordic Architecture Fair Award í Gautaborg (hlaut sérstaka viðurkenningu), Hönnunarverðlauna Íslands, Menningarverðlauna DV og Rosa Barba International Landscape tvíæringsins og hlaut þau verðlaun í september 2018.

Gígurinn er einstaklega viðkvæmur fyrir traðkið og því mikilvægt að fylgja gönguleiðum og fara ekki út fyrir útsýnis- og áningastaði.

Gönguleiðir við þennan áningastað

1 klst
500 m
2 km
Krefjandi

Hólastígur – Móðulækur – Saxhóll 

Lagt er af stað frá bílastæði í nágrenni við Lambhagatjarnir. Gamla þjóðleiðin þaðan og út á Öndverðarnes liggur um Nesgötu.
3-4 klst
500 m
5 km hvor leið
Erfitt

Saxhóll – Bárðarkista

Lagt er af stað frá bílastæði í nágrenni við Lambhagatjarnir. Gamla þjóðleiðin þaðan og út á Öndverðarnes liggur um Nesgötu.