Vegur að Djúpalóni og Saxhól lokaðir til 22. september!

Nánar

Spurningar og svör

Já, fjölbreytileiki náttúrunnar á Íslandi er mikið aðdráttarafl  fyrir þá sem ferðast hingað. Landið er mjög viðkvæmt víða og gáleysislegur akstur getur valdið miklu tjóni á náttúrulega umhverfið og það tekur tekið mörg ár, jafnvel áratugi, fyrir náttúruna að ná sér. Sjá frekari upplýsingar um akstur utan vega: https://ust.is/nattura/umgengni-um-natturu-islands/akstur-utan-vega/

Já, það er alltaf möguleiki á að sjá þá með smá heppni.

Já, þeir eiga það til að stökkva upp úr sjónum við strendurnar, því hærra sem þið eruð því meiri líkur eru að sjá þá.

Nei, vinsamlegast fóðrið ekki þau dýr sem þið sjáið í Þjóðgarðinum.

Það eru engir opnunartímar fyrir Snæfellsjökulsþjóðgarð en vinsamlegast athugið að ekki má gista innan þjóðgarðs (hvorki tjalda né gista í húsbíl). Hér má nálgast opnunartíma í Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi og Gestastofu á Malarrif.

Nei, það kostar ekkert inn í Þjóðgarðinn, hann er opinn fyrir alla sem vilja koma.

Það eru tveir vegir sem liggja upp að jöklinum (nr. 570 og F575) og annar þeirra er merktur „F“ vegur (F575) og er mælt með að fara hann á fjórhjóladrifnum bíl. Hægt er að fara upp jökulhálsinn (570) bæði frá Ólafsvík og Arnarstapa. Vinsamlegast athugið að vegirnir eru ekki opnir allt árið. Ef ætlunin er að fara upp á jökul mælum við eindregið með því að fólk kaupi sér ferð upp á jökulinn hjá fyrirtækjum á svæðinu sem bjóða upp á slíkar ferðir.

Vegna hrauns sem hefur veðrast við öldugang, ösku úr stórum eldfjöllum og vegna jökulhlaupa.

Já. Það eru salerni opinn allan ársins hring á hægri hlið Gestastofunar á Malarrifi og Þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellisandi. Á sumrin eru salernin á Djúpalónssandi opin.

Já, það er hægt að nálgast kortin á netinu hér.

Nei, hann er lokaður almenningi.

Já, það eru áningaborð um allan garð, en við biðjum fólk að vinsamlegast að taka allt rusl með sér þegar það fer. Göngum vel um og skiljum ekkert eftir.

Hér má skoða áningastaði innan þjóðgarðsins.

Það tekur ca 45 mínútur að ganga aðra leiðina sem er 2,5 km, eða um einn og hálfan tíma fram og til baka.

Nei, allt sem fólk tekur með sér inn í Þjóðgarðinn, tekur það með sér út.

Það má ekki taka neitt úr Þjóðgarðinum nema myndir og minningar, það eru margir sem telja það boði ógæfu að taka með sér steina

Nei það er ekki matar- og kaffisala innan þjóðgarðs, en veitingasala er í Þjóðgarðsmiðstöð. Þá eru kaffihús og veitingastaðir víðsvegar um Snæfellsnes.

Útnesvegur sem liggur í gegnum þjóðgarðinn er malbikaður allan hringinn, hinsvegar eru margir afleggjarar inn á sum svæðin malarvegir. Við mælum samt með að fólk fylgist með færð vegna veðurs hér.

Við mælum með að fólk hafi með sér á sumargöngu:

  • Góða skó,
  • vatnsbrúsa með vatni,
  • léttan hlífðarfatnað, 
  • sjónauka,
  • myndavél,
  • auka sokka,
  • sólgleraugu,
  • sjúkrabúnað,
  • áttavita/GPS tæki,
  • landakort,
  • Safetravel appið

Fyrir vetrarferðir

  • kuldaskó,
  • vatnsbrúsa með vatni,
  • hlýja úlpu og kuldabuxur,
  • göngustafi,
  • sjónauka,
  • myndavél,
  • vettlinga,
  • Safetravel appið