Öndverðarnes

Bílastæði
Áningabekkir
Útsýnispallur
Viti

Öndverðarnes er vestasti tangi Snæfellsness. Á árum áður var þar mikil útgerð, margar þurrabúðir og kapella en jörðin hefur verið í eyði frá árinu 1945.

Á Öndverðarnesi má sjá minjar um gamla tíma auk þess er þar viti.

Þar er Brunnurinn Fálki sem áður var eina vatnsból Öndverðarness og er hann ævaforn og friðaður. Sagan segir að í brunnninum væri að finna þrjár ólíkar lindir, eina með fersku vatni, aðra með ölkelduvatni og þá þriðju með keim af salti.

Suður frá Öndverðarnesi eru sjávarhamrar sem heita Svörtuloft frá sjó. Undir þeim hafa stundum orðið sjóslys. Ofan Svörtulofta er Skálasnagi og þar er einnig viti.

Gönguleiðir við þennan áningastað

3 klst
500 m
6-8 km
Krefjandi

Beruvík – Öndverðarnes – um Neshraun 

Lagt er af stað frá bílastæði í nágrenni við Lambhagatjarnir. Gamla þjóðleiðin þaðan og út á Öndverðarnes liggur um Nesgötu.
2-3 klst
500 m
4 km
Krefjandi

Móðuvör – Skarðsvík – Öndverðanes

Lagt er af stað frá bílastæði í nágrenni við Lambhagatjarnir. Gamla þjóðleiðin þaðan og út á Öndverðarnes liggur um Nesgötu.
1 klst
500 m
2 km
Krefjandi

Öndverðarnes – Skálasnagi

Lagt er af stað frá bílastæði í nágrenni við Lambhagatjarnir. Gamla þjóðleiðin þaðan og út á Öndverðarnes liggur um Nesgötu.
3 klst
500 m
6 km
Krefjandi

Öndverðarneshólar – Vatnsborg – Grashólshellir 

Lagt er af stað frá bílastæði í nágrenni við Lambhagatjarnir. Gamla þjóðleiðin þaðan og út á Öndverðarnes liggur um Nesgötu.