Vegur að Djúpalóni og Saxhól lokaðir til 22. september!

Nánar
Leið 5

Öndverðarneshólar – Vatnsborg – Grashólshellir 

Lagt er af stað frá merktu bílastæði við veginn út á Öndverðarnes. Skemmtileg stikuð leið liggur um Neshraun að Vatnsborg. Í hrauninu má finna skvompur og hella með fallegum burknum og blómplöntum. Vatnsborg er hömrum girtur gígur með miklum burknagróðri í botninum. Hægt er að halda áfram að Grashóli og Grashólshelli, þaðan áfram Nesgötu, sem er vörðuð þjóðleið, og síðan eftir þjóðvegið að upphafpunkti. Gígarnir og hraungróðurinn er mjög viðkvæmur fyrir raski. Því er sérstaklega mikilvægt að ganga aðeins eftir merktum leiðum. 

Tími: 3 klst
Hækkun:
Lengd: 6 km
Krefjandi

Aðrar upplýsingar

Here goes your text … Select any part of your text to access the formatting toolbar.