Arnarstapi

Bílastæði
Aðgengi fyrir fatlaða
Áningabekkir
WC
Útsýnispallur
Leiktæki

Ströndin milli Arnarstapa og Hellna var friðlýst árið 1979 en ströndin skartar fögrum og sérkennilegum bergmyndunum og klettum sem mótast hafa í briminu.

Sker og klettar eru iðandi af fuglalífi frá vori og fram á haust.

Gatklettur á Arnarstapa. Mynd Alberto Zanetti.

Hellnahraun er hrauntunga sem teygir sig niður á milli Arnarstapa og Hellna. Það er um 4000 ára og rann úr gíg nærri Jökulhálsi sem nú er hulinn jökli. Um 2 km gönguleið liggur um hraunið milli Arnarstapa og Hellna.

Arnarstapi eða Stapi eins og byggðin var gjarnan kölluð var kaupstaður og sjávarpláss. Lendingin á Stapa er kölluð Stöð og var sú besta á utanverðu nesinu.

Arnarstapa er getið í Bárðasögu Snæfellsáss og þar er steinlistaverk af Bárði eftir Ragnar Kjartansson myndhöggvara sem setur mikinn svip á svæðið.

Steinlistaverk af Bárði Snæfellsás eftir Ragnar Kjartansson myndhöggvara
Steinlistaverk af Bárði Snæfellsás eftir Ragnar Kjartansson myndhöggvara.

Gönguleiðir við þennan áningastað

1 klst
500 m
2,5km
Krefjandi

Arnarstapi – Hellnar

Lagt er af stað frá bílastæði í nágrenni við Lambhagatjarnir. Gamla þjóðleiðin þaðan og út á Öndverðarnes liggur um Nesgötu.
50 mín
500 m
1,5 km
Krefjandi

Sölvahamar

Lagt er af stað frá bílastæði í nágrenni við Lambhagatjarnir. Gamla þjóðleiðin þaðan og út á Öndverðarnes liggur um Nesgötu.