Mikil hálka á vegum og göngustígum// Roads and surfaces are slippery in the park!

Nánar

Arnarstapi

Bílastæði
Aðgengi fyrir fatlaða
Áningabekkir
WC
Útsýnispallur
Leiktæki

Ströndin milli Arnarstapa og Hellna var friðlýst árið 1979 en ströndin skartar fögrum og sérkennilegum bergmyndunum og klettum sem mótast hafa í briminu.

Sker og klettar eru iðandi af fuglalífi frá vori og fram á haust.

Gatklettur á Arnarstapa. Mynd Alberto Zanetti.

Hellnahraun er hrauntunga sem teygir sig niður á milli Arnarstapa og Hellna. Það er um 4000 ára og rann úr gíg nærri Jökulhálsi sem nú er hulinn jökli. Um 2 km gönguleið liggur um hraunið milli Arnarstapa og Hellna.

Arnarstapi eða Stapi eins og byggðin var gjarnan kölluð var kaupstaður og sjávarpláss. Lendingin á Stapa er kölluð Stöð og var sú besta á utanverðu nesinu.

Arnarstapa er getið í Bárðasögu Snæfellsáss og þar er steinlistaverk af Bárði eftir Ragnar Kjartansson myndhöggvara sem setur mikinn svip á svæðið.

Steinlistaverk af Bárði Snæfellsás eftir Ragnar Kjartansson myndhöggvara
Steinlistaverk af Bárði Snæfellsás eftir Ragnar Kjartansson myndhöggvara.

Gönguleiðir við þennan áningastað

1 klst
500 m
2,5km
Krefjandi

Arnarstapi – Hellnar

Lagt er af stað frá bílastæði í nágrenni við Lambhagatjarnir. Gamla þjóðleiðin þaðan og út á Öndverðarnes liggur um Nesgötu.
50 mín
500 m
1,5 km
Krefjandi

Sölvahamar

Lagt er af stað frá bílastæði í nágrenni við Lambhagatjarnir. Gamla þjóðleiðin þaðan og út á Öndverðarnes liggur um Nesgötu.