Gufuskálar

Bílastæði
Áningabekkir
Gufuskálar

Mikil útgerð var frá Gufuskálum líkt og fleiri stöðum á Snæfellsnesi. Vítt og breitt eru þar minjar og merki um sjávarútveg og byggð fyrri alda.

Lendingarnar voru í víkinni niður af bænum. Aðalvörin var Gufuskálavör. Lengd hennar er um 70 m rudd í stórgrýti og hellulögð. Djúpar raufar eru í sjávarklappirnar, merki um kili bátanna, sem voru dregnir þar á land og hrundið fram á víxl.

Írsk örnefni eru á þessum slóðum m.a. er þar Írskrabrunnur. Brunnurinn er 16 þrep niður að vatni. Hann týndist í nokkra áratugi en fannst árið 1989 aftur og sandur var hreinsaður úr honum.

Fiskbyrgin eru um 150-200 ára forn byrgi sem eru í jaðri Bæjarhrauns ofan þjóðvegarins, þar er talið að fiskur hafi verið geymdur og þurrkaður. Vegghleðslan er óþétt svo vel lofti í gegnum byrgin og skemmdist fiskurinn því ekki. Byrgin eru topphlaðin og falla mjög vel inn í hraunlandslagði og því erfitt að sjá þau frá veginum.

Gönguleiðir við þennan áningastað

1,5-2 klst
500 m
3 km
Krefjandi

Hólastígur – Móðulækur – Gufuskálar 

Lagt er af stað frá bílastæði í nágrenni við Lambhagatjarnir. Gamla þjóðleiðin þaðan og út á Öndverðarnes liggur um Nesgötu.
1 klst
500 m
2 km
Krefjandi

Írskrabrunnur – Gufuskálavör – Fiskbyrgi

Lagt er af stað frá bílastæði í nágrenni við Lambhagatjarnir. Gamla þjóðleiðin þaðan og út á Öndverðarnes liggur um Nesgötu.