Vegur að Djúpalóni og Saxhól lokaðir til 22. september!

Nánar
Leið 1

Írskrabrunnur – Gufuskálavör – Fiskbyrgi

Skemmtileg hringleið er um Írskrabunn, Gufuskálavör og fiskbyrgin. Gangan byrjar t.d. á bílastæðinu við Írskrabrunn. Eftir að brunnurinn hefur verið skoðaður er gengið í átt að Gufuskálavör. Sú ganga tekur aðeins um 10 mínútur og er gengið framhjá gömlum öskuhaug á leiðinni frá þeim tíma sem útræði var frá Gufuskálum. Róið var frá Gufuskálavör fyrr á öldum og sjást kjalför á klippunum í vörinni. Haldið er áfram meðfram rústum Gufuskálabæjarins í átt að fiskbyrgjunum í hraunjaðrinum en gengið er yfir Útnesveg. Gangan frá Gufuskálavöru að fiskbyrgjunum tekur um 25 mínutur og er gengið gegnum hraunið seinasta spölinn. Síðan er haldið til baka að írskrabrunni. 

Tími: 1 klst
Hækkun:
Lengd: 2 km
Krefjandi

Aðrar upplýsingar

Here goes your text … Select any part of your text to access the formatting toolbar.