Snæfellsjökulsþjóðgarður
Bílastæði
Áningabekkir

Eysteinsdalur liggur upp með Móðulæk, í átt að Snæfellsjökli.
Á leiðinni í Eysteinsdal og í dalnum sjálfum opnast fjallasalur og landslagið er ólíkt því sem er á láglendinu.
Fjölbreyttar gönguleiðir eru á svæðinu. Þar má nefna gönguleið á Rauðhól og Sjónarhól með einstöku útsýni. Að fossunum Klukku- og Snekkjufossi.

Fyrir þá sem vilja klífa fjöll er úr nógu að velja. Ganga á Hreggnasa, 469 m, er frekar auðveld en erfiðara er að sigra Bárðarkistu, 668 m og Geldingafell vestra 830 m, sem er hæsta fjall undirfjalla Jökulsins.
