Djúpalónsandur
Djúpalónsandur er rómaður fyrir sínar svörtu djúpalónsperlur, steinum sem sjórinn hefur slípað svo fallega. Þar er einnig að finna hin þekktu Steinatök sem eru fjórir steinir, Fullsterkur (154kg), Hálfsterkur (100kg), Hálfdrættingur (54kg) og Amlóði (23kg).
Í fjörunni má finna járnbrak sem er að mestum hluta úr enska togaranum Epine GY-7, sem strandaði austur af Dritvíkurflögum í mars 1948.
Ofan við Djúpalónsand er útsýnispallur aðgengilegum hjólastólum með frábæru útsýni.
Bílastæði og salerni eru upp við þjóðveg. Minna bílastæði er ofan við Djúpalónsand. Um 2 km gönguleið liggur um hraunið frá efra bílastæði niður á Djúpalónsand.
Frá Djúpalónsandi liggur gönguleið yfir í Dritvík. Frá því um miðja 16.öld og fram á miðja 19.öld var þar stærsta og fengsælasta vorútver landsins. Úr Dritvík réru oft 40-60 skip með 200-600 vermönnum. Sjá má minjar þurrabúða sem voru í víkinni, en þær voru allt að tíu þegar flest var. Allt neysluvatn þurfti þurrarbúðarfólk að sækja í lónin á Djúpalónssandi. Nokkrar minjar, fiskbyrgi, fiskgarðar og fleira eru einnig í hraunjöðrunum.