Snæfellsjökulsþjóðgarður

Bílastæði
Áningabekkir

Í Búðahrauni er að finna eitt fegursta gróðurlendi á Íslandi. Búðahraun er nefnt Klettshraun í fornum heimildum og eldstöðin í miðju hrauninu heitir Búðaklettur. Búðaklettur er þó ekki klettur heldur 88m hár gígur og úr honum rann hraunið fyrir 5000-8000 árum.

Búðaklettur. Mynd Alin Rusu.

Gönguleið liggur að Frambúðum þar sem andi líðinna tíma svífur yfir vel grónum fornminjum. Frá kirkjunni er hálftíma gangur að Frambúðum.

Gönguleið er frá Búðafriðlandi með ströndinni að Arnarstapa. Gangan tekur um 6-8 tíma.

Mynd Alin Rusu.

Gönguleiðir við þennan áningastað