Hellnar

Bílastæði
Áningabekkir
Útsýnispallur

Á Hellnum var um langa hríð sjávarpláss með miklu útræði og um aldir ein af stærstu verstöðvunum á Snæfellsnesi. Allgott lægi er fyrir smábáta á víkinni fram af byggðinni og þar hafa verið gerðar nokkrar lendingarbætur.

Ströndin skartar fallegum bergmyndunum og bjargi sem skagar í sjó fram og kallast það Valasnös. Þar er hellirinn Baðstofa og eru litbrigði í hellinum mjög breytileg eftir birtu og sjávarföllum.

Kirkja var reist á staðnum um árið 1880 og núverandi kirkja vígð árið 1945 sem er útikirkja frá Staðarstað og hefur verið svo frá árinu 1917.

Vestan við veginn að Hellnum er Bárðarlaug en laugin var friðlýst sem náttúruvætti árið 1980 og er lítil sporöskjulaga tjörn í fögrum gjallgíg. Sagan segir að Bárður Snæfellsás hafi baðað sig í lauginni.

Gönguleiðir við þennan áningastað

1 klst
500 m
2,5km
Krefjandi

Arnarstapi – Hellnar

Lagt er af stað frá bílastæði í nágrenni við Lambhagatjarnir. Gamla þjóðleiðin þaðan og út á Öndverðarnes liggur um Nesgötu.
10 mín
500 m
300m
audvelt

Bárðarlaug

Lagt er af stað frá bílastæði í nágrenni við Lambhagatjarnir. Gamla þjóðleiðin þaðan og út á Öndverðarnes liggur um Nesgötu.