Vegur að Djúpalóni og Saxhól lokaðir til 22. september!

Nánar

Tófur og yrðlingar

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull stendur fyrir ævintýraferð fyrir alla fjölskylduna, nema heimilisdýrin, sunnudaginn 26. júní.

Lagt verður af stað frá Malarrifi kl. 14 og þess freistað að finna tófugreni í ábúð. Ef heppnin er með sjáum við líka íbúa þess.

Ferðin er farin í tengslum við Hollvinasamtök Þórðar Halldórssonar sem stofnuð voru honum til heiðurs.

Þórður var sérstakur náttúruunnandi og áhugamaður um tófur. Tuttugasta og fimmta nóvember í ár verða hundrað ár liðin frá fæðingu Þórðar.

Deila frétt