Frá 6. júní til 12. september bjóða landverðir upp á daglegar fræðslugöngur í Snæfellsjökulsþjóðgarði. Göngurnar eru að jafnaði auðveldar og henta öllum aldri.
Barnastundir verða haldnar í Þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi á fimmtudögum í júlí og ágúst. Þá bjóða landverðir uppá skemmtilega fræðslustund og leiki.
Auk þess verður boðið upp á vikulegar sérgöngur alla miðvikudaga í júlí og ágúst, þar sem áhersla er lögð á sérstök þemu eða svæði innan þjóðgarðsins.
Hér má finna dagskrána í heild sinni.
Verið öll hjartanlega velkomin!