Sumarstörf – Landverðir

Umhverfisstofnun leitar að öflugum landvörðum til starfa á friðlýstum svæðum í umsjón stofnunarinnar um allt land á komandi sumri. Um er að ræða heilsdagsstörf sem ýmist eru unnin í dagvinnu eða dagvinnu með breytilegum vinnutíma, sem dæmi unnið í 9 daga og frí í 5 daga en það er aðeins misjafnt eftir svæðum. Ráðningartími í störfin er mismunandi eftir svæðum, þau fyrstu hefja störf á vormánuðum og síðustu ljúka störfum í byrjun næsta vetrar.

Umhverfisstofnun hefur umsjón með yfir 130 náttúruverndarsvæðum. Meðal stærstu verkefna okkar í náttúruvernd er uppbygging innviða með bætt aðgengi, öryggi og verndun að leiðarljósi ásamt þjónustu við gesti svæðanna. Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingum með framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni.
 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Umsjón og eftirlit með starfssvæðum
 • Gæta þess að ákvæðum náttúruverndarlaga og sérlaga, friðlýsingarskilmála og stjórnunar- og verndaráætlana svæða sé fylgt
 • Upplýsa og fræða gesti um náttúru og sögu svæðanna, m.a. með fræðslugöngum
 • Sinna viðhaldi innviða og halda við merktum gönguleiðum
 • Bregðast við ef slys ber að höndum 

Hæfniskröfur

 • Landvarðanámskeið eða nám sem Umhverfisstofnun telur samsvarandi
 • Gild ökuréttindi er krafa á öllum svæðum nema í friðlandinu á Hornströndum
 • Gild skyndihjálparréttindi. Boðið verður upp á námskeið í fyrstu hjálp í vor
 • Góð færni í samskiptum
 • Reynsla af landvörslustörfum er kostur
 • Þekking á viðkomandi starfssvæði er kostur
 • Góð kunnátta í íslensku og ensku. Frekari tungumálakunnátta er kostur
 • Reynsla af útivist og náttúrutúlkun, skálavörslu, björgunarsveitarstörfum og leiðsöguréttindi eru kostir.

Tengiliðir

Margrét Brandsdóttir – margret.brandsdottir@umhverfisstofnun.is – 5912000

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags hafa gert.

Starfssvæðin eru eftirfarandi:

 • Snæfellsjökulsþjóðgarður
 • Vesturland
 • Sunnanverðir Vestfirðir
 • Friðlandið á Hornströndum
 • Friðland Svarfdæla
 • Mývatnssveit og Goðafoss
 • Austurland
 • Dyrhólaey, Skógafoss og Fjaðrárgljúfur
 • Gullfoss og Geysir
 • Friðland að Fjallabaki, Hrauneyjar og Þjórsárdalur
 • Kerlingarfjöll og Hveravellir
 • Suðvesturland (höfuðborgarsvæði og Reykjanes)

Umsækjendur eru beðnir að tiltaka í textasvæði í umsókn á hvaða svæði þeir vilja helst starfa hafi þeir óskir um það.

Umhverfisstofnun er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Við erum með jafnlaunavottun, erum með styttingu vinnuvikunnar, með virka umhverfisstefnu og störfum samkvæmt Grænum skrefum, graenskref.is. Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun áumhverfisstofnun.is. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Næsti yfirmaður landvarða er svæðissérfræðingur á hverju svæði fyrir sig, þeir veita nánari upplýsingar um starfið auk Margrétar Brandsdóttur mannauðssérfræðings í síma 591 2000.

Við hvetjum öll sem eru áhugasöm til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Starfshlutfall er 100 – 100%

Umsóknarfrestur er til og með 16.02.2024

Smelltu hér til að sækja um.

Deila frétt