Starfsmannahús við Vatnshelli

Í sumar var sett niður starfsmannahús við Vatnshelli og hefur fyrirtækið Hellaferðir ehf. komið sér vel fyrir í húsinu en fyrirtækið hefur umsjón með ferðum niður í hellinn. Í sumar er boðið upp á ferðir alla daga vikunnar milli kl. 10 og 18 en hægt er að hafa samband við Hellaferðir í síma 665-2818 eða senda tölvupóst á netfangið vatnshellir@vatnshellir.is til að fá nánari upplýsingar.

Deila frétt