Starfsfólk Umhverfisstofnunar toppar Snæfellsjökul

Starfsfólk Umhverfisstofnunar gekk á Snæfellsjökul laugardaginn 23. apríl. Ferðin var hluti af fjallgöngudagskrá fyrir starfsfólk stofnunarinnar.

Ferðin á Snæfellsjökul hófst í þungu færi og svarta þoku. Þegar hópurinn náði um 1000m hæð birti yfir og jökullinn skartaði sínu fegursta eftir það. 

Metnaðarfull fjallgöngudagskrá

Haustið 2021 settu þrír þaulreyndir fjallagarpar og starfsmenn Umhverfisstofnunar saman metnaðarfulla fjallgöngudagskrá fyrir starfsfólk stofnunarinnar. Markmið verkefnisins er að fara á Hvannadalshnjúk vorið 2022. 

Hópurinn hefur farið í fjölbreyttar fjallgöngur í allan vetur, við ýmsar aðstæður. Starfsfólk á starfsstöðvum utan höfuðborgarsvæðisins hefur tekið þátt í göngunum eða gengið á fjöll í sínu nærumhverfi.  

Á dagskránni var einnig fróðlegt erindi um útbúnað og ferðahegðun. 

Næst á dagskrá er að ganga á Eyjafjallajökull og Hvannadalshnjúk. Áfram gakk!

Deila frétt