Ragnheiður nýr þjónustufulltrúi

Ragnheiður Guðmundsdóttir hefur verið ráðin þjónustufulltrúi í Snæfellsjökulsþjóðgarði.

Ragnheiður er með diplóma í kennslufræðum frá Listaháskóla Íslands, B.A. gráðu í textíl og M.A. gráðu í myndlist frá sama skóla.

Megin hlutverk þjónustufulltrúa er móttaka gesta í gestastofum þjóðgarðsins, veita fræðslu um náttúru og sögu svæðissins og almenna upplýsingagjöf.

Ragnheiður er sjálfstætt starfandi myndlistarmaður og hönnuður. Hún rekur ásamt manni sínum menningar- og listasetrið Himinbjörg á Hellissandi þar sem 3 Veggir listrými er einnig til húsa. Ragnheiður hefur sinnt fjölbreyttum störfum í gegnum árin, þar á meðal umsjón og rekstur listagallería, myndlist og textílhönnun ásamt ýmsum þjónustustörfum.

Við bjóðum Ragnheiði velkomna í ört vaxandi starfshóp þjóðgarðsins.

Deila frétt