Nýr vefur Snæfellsjökulsþjóðgarðs

Það er okkur sönn ánægja að kynna nýjan vef Snæfellsjökulsþjóðgarðs.

Á nýjum vef verður á einfaldan hátt hægt að nálgast upplýsingar um þjóðgarðinn, náttúruvernd, fræðslu, fréttir og viðburði í þjóðgarðinum.

Upplýsingar um gönguleiðir og áningastaði innan þjóðgarðins eru aðgengilegar og ætti því að vera einfalt að skipuleggja ferð sína um Snæfellsjökulsþjóðgarð.

Heimasíðan er enn í vinnslu og verður ensk útgáfa aðgengileg á næstu vikum.

Uppsetning síðunnar var unnin með Aldeilis auglýsingastofu sem sá um hönnun vefsins.

Allar ábendingar um efnistök síðunnar má senda á þjónustustjóra Snæfellsjökulsþjóðgarðs, rut@snaefellsjokull.is

Deila frétt