Vegur að Djúpalóni og Saxhól lokaðir til 22. september!

Nánar

Leggjum línurnar fyrir framtíð Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls

Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnunar, Snæfellsbæjar, Ferðamálasamtaka Snæfellsness, Minjastofnunar Íslands og Náttúrustofu Vesturlands unnið að endurskoðun á stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Opinn rafrænn íbúafundur verður haldinn miðvikudaginn 24. febrúar kl. 17:30-19:30 í gegnum Teams. Fólk er beðið um að skrá sig á fundinn á ust.is/svsnae í síðasta lagi þriðjudaginn 23. febrúar.

Á fundinum verður vinna við áætlunina kynnt og síðan munu fundarmenn geta tekið þátt í hópavinnu og lagt sitt af mörkum við stefnumótun Þjóðgarðsins. Á næstunni verða haldnir minni fundir með ýmsum samráðsaðilum. Fólk er hvatt til að mæta á skjáinn og taka þátt í umræðunni.

Deila frétt