Laust starf þjónustufulltrúa

Þjónustufulltrúi í Snæfellsjökulsþjóðgarði

Umhverfisstofnun leitar að einstaklingi í 70% starf þjónustufulltrúa í Snæfellsjökulsþjóðgarð. Þjóðgarðurinn rekur tvær gestastofur á Malarrifi og Hellissandi þar sem starfsaðstaða starfsmannsins verður. Megin verksvið þjónustufulltrúa er þjónusta við gesti þjóðgarðsins.
 

Umhverfisstofnun hefur umsjón með yfir hundrað náttúruverndarsvæðum. Eitt af okkar stærstu verkefnum í náttúruvernd er uppbygging innviða með bætt aðgengi, öryggi og verndun að leiðarljósi. Þjóðgarðurinn heyrir undir Umhverfisstofnun og mun þjónustufulltrúi vinna í teymi á sviði náttúruverndar þar sem áhersla er lögð á þverfaglega teymisvinnu. Í boði er líflegt starf þar sem tækifæri verður til þátttöku í þróun á starfsemi gestastofa og þjóðgarðsins. Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi með framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Móttaka gesta, fræðsla og upplýsingagjöf
  • Þjónusta og afgreiðsla í gestastofum á Hellissandi og Malarrifi
  • Taka á móti hópum og sjá um leiðsögn um sýningu
  • Þátttaka í stefnumótun þjóðgarðsins og efling öryggismála 
  • Önnur tilfallandi verkefni 

Hæfniskröfur

  • Framúrskarandi hæfni í samskiptum og þjónustulund
  • Gott vald á íslensku og ensku. Frekari tungumálakunnátta er kostur
  • Reynsla af þjónustustörfum er kostur
  • Áhugi á umhverfismálum og náttúruvernd er kostur
  • Þekking á þjóðgarðinum og nærsvæði hans er kostur
     

Tengiliðir

Hákon Ásgeirsson – hakon.asgeirsson@umhverfisstofnun.is – 5912000

Rut Ragnarsdóttir – rut.ragnarsdottir@umhverfisstofnun.is – 5912000

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags hafa gert.

Næsti yfirmaður er Hákon Ásgeirsson þjóðgarðsvörður sem veitir upplýsingar um starfið auk Rutar Ragnarsdóttur þjónustustjóra í síma 591 2000.

Umhverfisstofnun er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Við búum yfir fjölbreyttri sérfræðiþekkingu og höfum tækifæri til að þróast í starfi, m.a. með virkri endurmenntun. 
Við störfum í teymum, vítt og breitt um landið á 9 starfsstöðvum og eftir vottuðum gæðakerfum. Við erum með jafnlaunavottun, virka umhverfisstefnu og störfum samkvæmt Grænum skrefum, sjá graenskref.is. Vinnuvikan okkar er 36 stundir til reynslu.
Við leggjum áherslu á stafræna þróun og tekið er fagnandi á móti nýju fólki sem hefur þekkingu og áhuga á stafrænum lausnum. Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun á umhverfisstofnun.is
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Gagnkvæmur reynslutími er sex mánuðir við ráðningu. Æskilegt er að starfsmaðurinn geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Starfshlutfall er 70 – 70%

Umsóknarfrestur er til og með 22.01.2024

Smelltu hér til að sækja um.

Deila frétt