Sýning nemenda í 2. og 4.bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar, Kynjaskepnur í Snæfellsbæ, stendur nú yfir í Þjóðgarðsmiðstöðinni.
Verkin eru afrakstur vinnu í myndmennt sem nemendur unnu í haust og sneri verkefnið að því hvernig kynjaskepnur hafa komið íslendingum fyrir sjónir í gegnum aldirnar. Allt frá ógurlegum sjóskrímslum yfir í meinlaus en framandi dýr í fjörunni. Þá er sérstök áhersla lögð á kynjaskepnur sem frásagnir eru til um að sést hafi á Snæfellsnesi.
Nemendur kíktu í heimsókn í Þjóðgarðsmiðstöðina og litu á verkin sín og samnemenda sinna augum af mikilum áhuga og stolti.
Við hvetjum öll til að kíkja á þessi líflegu verk eftir hugmyndaríka nemendur.