Jónsmessunæturganga á Snæfellsjökul

Í Snæfellsjökulsþjóðgarði er margt um að vera í sumar. Dagskráin er þéttskipuð og miðuð við alla aldurshópa og ekki síst er henni ætlað að tengja saman börn og fullorðna í náttúruskoðun og umhverfisvænni ferðamennsku. Í hverri viku er boðið upp á skipulagðar gönguferðir undir leiðsögn landvarða alla miðvikudaga, laugardaga og sunnudaga á tímabilinu 30. júní til 15. ágúst. Þetta eru auðveldar gönguferðir sem flestir ráða við. Þá er sérstök barnastund á laugardögum. Dagskráin er öllum opin og gestum að kostnaðarlausu.

Auk vikulegrar dagskrár eru sérferðir skipulagðar yfir sumarið og meðal þess sem er í boði er helgiganga 6.og 7. júlí með helgistund og næturmessu, 3 strandgögnur, sú fyrsta kvöldganga 12. júlí undir heitinu Fjörulíf og saga, kvöldgangan 26. júlí nefnist Náttúra og vermennska, og 18. ágúst verður gengið undir heitinu Fuglar og saga. Er gengið með leiðsögn fróðustu manna um þá staði þjóðgarðsins sem hvað ríkastir eru af sögu og náttúru.

Á Jónsmessunótt verður ganga á Snæfellsjökul. Gengið verður frá Jökulhálsi og hefst gangan kl. 21 laugardaginn 23. júní. Leiðsögumaður er Snævarr Guðmundsson fjallaleiðsögumaður og ljósmyndari. Nánari upplýsingar og skráning hér.

Fjölmargt annað er í boði í sumar og Gestastofa þjóðgarðsins að Hellnum er opin alla daga frá kl. 10 -18.

Deila frétt