INNÍ / INSIDE opnun myndlistarsýningar

Guðrún Arndís Tryggvadóttir opnaði myndalistarsýningu sína INNÍ / INSIDE þann 13. janúar og stendur sýningin yfir til 24. apríl n.k.

Við opnun sýningar. Guðrún Arndís og Hákon Ásgeirsson, þjóðgarðsvörður.

Steinaríkið, efnisheimurinn, jarðsögulegar tilvitnanir og menningarminjar eru grunnþemu í verkaröð sem Guðrún hefur unnið að á síðastliðnum tveimur árum og er sýningin INNÍ önnur í röð sýninga þar sem allt snýst um tímann, það sem okkur er ósýnilegt og í raun ofar okkar skilningi, þar sem allt á upptök sín og allt endar.

Deila frétt