Vegur að Djúpalóni og Saxhól lokaðir til 22. september!

Nánar

Fimm ára afmæli Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull varð 5 ára miðvikudaginn 28. júní. Haldin var veisla í Grunnskólanum á Hellissandi og voru um 100 manns þar saman komnir.

Umhverfisráðherra Jónína Bjartmarz og bæjarsjóri Snæfellsbæjar Kristinn Jónasson fluttu ávarp og Árni Bragason forstöðumaður náttúruverndarsviðs UST og Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður röktu sögu og starfsemi þjóðgarðsins frá stofnun hans.

Ungir píanóleikarar úr Ólafsvík léku fyrir gesti og hápunkturinn var verðlaunaafhending í hönnunarsamkeppni um þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi.

Vinningstillagan kom frá Arkís ehf. og voru höfundarnir Birgir Teitsson, Arnar Þór Jónsson, Edda Kristín Einarsdóttir, Sara Axelsdóttir og Þröstur Geir Árnason.

Mynd af vinningstillögunni á pdf.

Boðið var upp á kaffi og kökur og endaði dagskráin á því að gengið var að svæðinu þar sem þjóðgarðsmiðstöðin mun rísa þar sem áður stóð húsið Hjarðarholt á Hellissandi. Sæmundur Kristjánsson leiðsögumaður rakti sögu Hjarðarholts og ábúenda. Blíðskapar veður var og skartaði Jökullinn sínu fegursta, heiður og tær eins og hann var á stofndegi þjóðgarðsins fyrir 5 árum.

Deila frétt