Plokk í Hellnafjöru
Stóri Plokkdagurinn er haldinn sunnudaginn 30.apríl n.k.
Landverðir þjóðgarðsins plokka alla daga en þennan dag bjóðum við þér að slást í för og hreinsa til með okkur í friðlandinu við Hellnafjöru.
Hittumst kl. 11:00 á bílastæði fyrir ofan fjöruna og hefjum leika.
Grillaðar pylsur í boði fyrir plokkara.
Pokar verða til staðar og sjáum við um að fjarlæga úrgang sem safnast saman.
Öll velkomin