Listasýning – Jule Verne og Snæfellsjökull

Nemendur í 3. bekk og 6.bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar settu á dögunum upp nýja listasýningu í Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi.

3.bekkur tók fyrir sögu Jules Verne, Ferðin að miðju jarðar. Hvað gerist þegar söguhetjurnar hitta skrímslin í iðrum jarðar?

6.bekkur vann verkefni með listakonunni Lindu Ólafsdóttur sem heitir ,,Að teikna fjall”.

Þau túlkuðu hvernig er umhorfs inn í Snæfellsjökli. Flest töldu að Bárður Snæfellsás, verndari Snæfellsness, myndi taka fagnandi á móti þeim enda talinn búa í Snæfellsjökli.

Velkomin að skoða listaverk

  • Date : 01.05.2024 - 31.05.2024
  • Venue : Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi