INNÍ / INSIDE myndlistasýning

Myndlistasýning Guðrúnar Arndísar Tryggvadóttur stendur yfir í Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi til 24.apríl n.k.

Steinaríkið, efnisheimurinn, jarðsögulegar tilvitnanir og menningarminjar eru grunnþemu í verkaröð sem Guðrún hefur unnið að á síðastliðnum tveimur árum og er sýningin INNÍ önnur í röð sýninga þar sem allt snýst um tímann, það sem okkur er ósýnilegt og í raun ofar okkar skilningi, þar sem allt á upptök sín og allt endar.

  • Date : 13.01.2024 - 13.01.2024
  • Time : 12:00 - 12:00 (UTC+0)