Útlit og innihald – málþing um Eyrbyggjasögu
Eyrbyggjusögufélagið og Snæfellsjökulsþjóðgarður taka höndum saman og bjóða Snæfellingum og áhugasömum heim í hina nýju þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi.
Torfi Tulinius prófessor í miðaldabókmenntun við Háskóla Íslands gluggar í söguna og greinir frá helstu persónum og atburðum í sögunni.
Kristín Ragna Gunnarsdóttir rithöfundur og myndlistarmaður sýnir fyrstu skissur að Eyrbyggjusögurefli sem saumaður verður á Snæfellsnesi.
Sæmundur Kristjánsson sagnamaður og náttúruunnandi ræðir um sína upplifun á stöðum sem nefndir eru í sögunni.
Öll velkomin – léttar kaffiveitingar.