Vegur að Djúpalóni og Saxhól lokaðir til 22. september!

Nánar

Breytingar í ráðgjafarnefnd Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls

Frá því að Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður árið 2001 hefur Skúli Alexandersson verið fullltrúi ferðamálasamtaka Snæfellsness í ráðgjafarnefnd Þjóðgarðsins og Ólína B. Kristinsdóttir verið fulltrúi Snæfellsbæjar í sömu nefnd. Þau hafa nú bæði látið af störfum í nefndinni og í þeirra stað koma Gísli Ólafsson fyrir ferðamálasamtökin og Margrét Björk Björnsdóttir fyrir Snæfellsbæ. Kristín Huld Sigurðardóttir hefur frá upphafi verið fulltrúi Minjastofnunar og verður áfram. Kristín Linda Árnadóttir er fulltrúi Umhverfisstofnunar og jafnframt formaður. Nýja nefndin hélt fund fyrir skömmu og að honum loknum var boðið til kvöldverðar þar sem fráfarandi fulltrúum voru þökkuð vel unnin störf í þágu Þjóðgarðsins og nýir fulltrúar boðnir velkomnir til starfa. 

Á myndinni eru frá vinstri: Kristín Huld frá Minjastofnun, Kristín Linda frá Umhverfisstofnun, Ólína fv. fulltrúi Snæfellsbæjar, Skúli fv. fulltrúi ferðamálsamtakanna, Guðbjörg þjóðgarðsvörður, Gísli fulltrúi ferðamálasamtakanna, Margrét Björk fulltrúi Snæfellsbæjar og Lárus sérfræðingur hjá Þjóðgarðinum.

Deila frétt