Hellissandur
Bílastæði
Aðgengi fyrir fatlaða
Áningabekkir
WC
Útsýnispallur
Leiktæki
Hellissandur er vestast á nesinu norðanverðu. Þar er Þjóðgarðsmiðstöð þjóðgarðsins, hótel, tjaldsvæði, veitinga- og kaffihús, verslanir og söfn.
Sjóminjasafn er við hlið Þjóðgarðsmiðstöðvar og þar má m.a. finna elsta árskip Íslands sem heitir Bliki og var smíðaður árið 1826.
Á svæðinu milli Hellissands og Rifs er mikil fuglaparadís og eitt mesta kríuvarp á landinu.
Góðir göngustígar eru í kring um Hellissand og liggur malbikaður stígur frá Hellissandi til Ólafsvíkur.
Hér má nálgast frekari upplýsingar um Þjóðgarðsmiðstöð.