Alþjóðadagur landvarða

Alþjóðadagur landvarða er haldinn hátíðlega um allan heim til að fagna og styðja við ómetanleg störf landvarða við að vernda náttúru, dýralíf og menningarleg verðmæti.

Dagurinn er einnig tileinkaður þeim landvörðum sem látist hafa við störf sín víðsvegar í heiminum en flestir þeirra eru frá Afríku, Asíu og Indlandi.

Á Íslandi starfa landverðir víðsvegar um landið í Þjóðgörðum og öðrum friðlýstum svæðum.

Starf þeirra felst í því að fylgja eftir náttúruverndarlögum, viðhalda innviðum, veita fræðslu og upplýsingar.

Í Snæfellsjökulsþjóðgarði starfa þrír landverðir í heilsársstörfum og sjö yfir sumartímann.

Landverðir fögnuðu deginum með fræðslugöngu frá Malarrifi þar sem gestum gafst færi á að kynnast daglegum störfum landvarða.

Eva Dögg, yfirlandvörður leiðir fræðslugöngu.
Mandy og Jón Grétar, starfsfólk Snæfellsjökulsþjóðgarðs
Deila frétt