INNI / INSIDE – Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Verið velkomin á opnun sýningar Guðrúnar Arndísar Tryggvadóttur INNÍ í nýju Þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökulsþjóðgarðar á Hellissandi laugardaginn 13. janúar kl. 14:00. Sýningin mun standa til 21. apríl 2024. Opið er á opnunartíma Þjóðgarðsmiðstöðvarinnar eða daglega frá kl. 10:00 til 16:00.

Steinaríkið, efnisheimurinn, jarðsögulegar tilvitnanir og menningarminjar eru grunnþemu í verkaröð sem Guðrún hefur unnið að á síðastliðnum tveimur árum og er sýningin INNÍ önnur í röð sýninga þar sem allt snýst um tímann, það sem okkur er ósýnilegt og í raun ofar okkar skilningi, þar sem allt á upptök sín og allt endar.

ONÍ, fyrstu sýninguna í röðinni, hélt Guðrún í Sesseljuhúsi á Sólheimum síðastliðið sumar en næstu sýningar verða víðs vegar um landið. Að lokinni sýningunni í þjóðgarðsmiðstöðinni opnar hún sýningu á norðausturlandi. Sýningin í þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi sem og aðrar sýningar í röðinni, tengjast umhverfinu og staðsetningunni, bæði út frá efnislegum veruleika sem og menningarsögunni.

Auk þess að vera hálærður myndlistamaður er Guðrún frumkvöðull á sviði umhverfisfræðslu en hún stofnaði og rak vefinn Natturan.is / Nature.is í tíu ár. Auk þess hefur hún starfað sem landvörður um árabil, bæði í þjóðgarðinum á Þingvöllum og sem yfirlandvörður í Vatnajökulsþjóðgarði. Náttúrutengingin kemur vel fram í síðustu verkum hennar þar sem áhugi fyrir landinu og eðli hringrásar lífefna spilar stóran þátt í rannsóknar- og vinnsluaðferðum við gerð hinna stóru efniskenndu málverka.

Guðrún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín, bæði á sviði umhverfismála og menningarmiðlunar sem og fyrir myndlist sína. Verk hennar byggja á sterkum hugmyndafræðilegum og oft sögulegum grunni en hún gerir sífellt tilraunir með nýja tækni og frásagnaraðferðir í list sinni.

Guðrún mun vera með leiðsögn á opnunardeginum. Ef veður verður vont gæti þurft að breyta dagsetningu opnunar og verður það þá auglýst sérstaklega.

Sjá nánar um verk og feril Guðrúnar á https://tryggvadottir.com/is/

RSVP Form

1 Step 1 2 Step 2
Limit per submission: 1

RSVP Attendees

No one has responded yet.

  • Date : 13. January, 20241. January, 1970
  • Time : 14:00 - 16:00 (UTC+0)