Nú á dögunum var myndgreiningarbúnaður eðlisfræðingsins Jacques Marteau fjarlægður úr hlíðum Snæfellsjökuls. Um er að ræða svokallaðan mýeindaskynjara sem nemur mýeindir, agnir úr geimnum sem eru þyngri en rafeindir, og býr til eins konar röntgenmynd af eldfjallinu. Búnaðurinn, sem var smíðaður og samsettur á Malarrifi, var settur upp árið 2022 í hlíðum jökulsins. Markmið verkefnisins var að fylgjast með breytingum á jöklinum, bæði í þykkt og þróun hans yfir tíma.


Ferðin að miðju jarðar
Innblástur verkefnisins sækir Marteau til hinnar frægu skáldsögu franska rithöfundarins Jules Verne, Ferðin að miðju jarðar, þar sem Snæfellsjökull er sagður vera hulið aðgengi að miðju jarðar. Með skynjaranum leitast Marteau því við að skyggnast inn í eldstöðina og leita að hinum umrædda inngangi eða leyndardómum sem Verne lýsti í verki sínu.
Eitt af verkefnum landvarða þjóðgarðsins í vikunni fólst í því að sækja búnaðinn og flytja hann niður í samvinnu við vísindamenn á vegum Jaques Marteu.


Þó svo að niðurstöður mælinganna hafi ekki verið kynntar formlega, má ætla að þær veiti dýrmæta innsýn í eldfjallið.
Hér má sjá má sjá fróðlegt innlegg Landans em slóst í för þegar skanninn var settur upp.