Mikilvægt er að fara varlega við sjávarhamra sem eru á svæðinu
Viðvörun


Mikilvægt er að fara varlega við sjávarhamra sem eru á svæðinu
Vetraropnun mun taka gildi frá og með 1. nóvember. Opnunartími gestastofa þjóðgarðsins er eftirfarandi: Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi Frá kl. 10:00-16:00 alla daga. Gestastofa á Malarrifi Frá kl.11:00-16:00 alla daga. Salerni við Djúpalónssand Salernum við Djúpalónssand hefur nú verið lokað fyrir veturinn, vekjum athygli á því að á Malarrifi og á Hellissandi eru útisalerni opin allan…

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) staðfesti umsókn Íslands um að gera Snæfellsnes að vistvangi síðastliðinn laugardag, 27. september. Er þetta fyrsta svæðið á Íslandi sem hlýtur þessa alþjóðlegu viðurkenningu. Landsvæði Snæfellsjökulsþjóðgarðs verður kjarnasvæði í vistvanginum á Snæfellsnesi og eru þjóðgarðurinn og Svæðisgarðurinn Snæfellsnes samstarfsaðilar í verkefninu. Hugtakið vistvangur er íslenskt nýyrði yfir hugtakið Biosphere Reserve, en…

Nú á dögunum var myndgreiningarbúnaður eðlisfræðingsins Jacques Marteau fjarlægður úr hlíðum Snæfellsjökuls. Um er að ræða svokallaðan mýeindaskynjara sem nemur mýeindir, agnir úr geimnum sem eru þyngri en rafeindir, og býr til eins konar röntgenmynd af eldfjallinu. Búnaðurinn, sem var smíðaður og samsettur á Malarrifi, var settur upp árið 2022 í hlíðum jökulsins. Markmið verkefnisins…
