Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull stendur fyrir ævintýraferð fyrir alla fjölskylduna, nema heimilisdýrin, sunnudaginn 26. júní.
Lagt verður af stað frá Malarrifi kl. 14 og þess freistað að finna tófugreni í ábúð. Ef heppnin er með sjáum við líka íbúa þess.
Ferðin er farin í tengslum við Hollvinasamtök Þórðar Halldórssonar sem stofnuð voru honum til heiðurs.
Þórður var sérstakur náttúruunnandi og áhugamaður um tófur. Tuttugasta og fimmta nóvember í ár verða hundrað ár liðin frá fæðingu Þórðar.