Þjónustugjöld taka gildi

Náttúruverndarstofnun vill minna á að gjaldtaka þjónustugjalds í Snæfellsjökulsþjóðgarði hefst í sumar eins og áður hefur verið tilkynnt.

Þjónustugjöldin verða samkvæmt 18.gr. gjaldskrár fyrir verkefni og þjónustu Náttúruverndarstofnunar https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=dad535b1-8681-4112-a173-9bb359882be6

Þjónustugjald er innheimt á bílastæðum vegna kostnaðar sem fellur til á svæðinu svo sem vegna þjónustu sem veitt er á svæðinu.

Gert er ráð fyrir að gjaldtaka hefjist í júní næstkomandi á Malarrifi.

Deila frétt