Sýningaropnun – sameiginleg sýning grunnskólans í Snæfellsbæ og í Grundarfirði

Í gær þriðjudaginn 29. apríl opnuðu nemendur í grunnskólanum í Snæfellsbæ og grunnskólanum í Grundarfirði sameiginlega sýningu í þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi.

Þjóðsögur af Snæfellsnesi

Listaverkin eru sprottin út frá þjóðsögum á Snæfellsnesi, sextán nemendur í 6. bekk í grunnskólanum í Snæfellsbæ túlkuðu sögu Bárðs Snæfellsás á einstaklega skemmtilegan hátt. Þau unnu söguna á refil með blandaðri tækni undir handleiðslu textíl- og myndmenntakennara. Refillinn er sex metrar á lengd og hálfur meter á hæð og prýðir rýmið í þjóðgarðsmiðstöðinni vel.

Fjórir Nemendur í Grundarfirði, tóku fyrir skemmtilega þjóðsögu, af kerlingunni í Mýrarhrynu og má sjá á listaverkinu að samvinna stúlknanna heppnaðist virkilega vel, þar sem styrkleiki hverrar og einnar nýtur sín vel.

Við hvetjum öll til að kíkja til okkar í Þjóðgarðsmiðstöðinni og líta á verkin með eigin augum og lesa þessar skemmtilegu sögur í leiðinni. Sýning mun standa yfir þangað til um miðjan júní.

Takk kæru nemendur og kennarar fyrir frábæra sýningu og skemmtilega heimsókn.

Deila frétt