Appelsínugular viðvaranir! Gestastofur loka því 13:00.

Nánar

Sumarstörf í þjóðgarðinum

Náttúruverndarstofnun auglýsir eftir þjónustufulltrúa bæði í hlutastarf í vetur og í sumarstarf í Snæfellsjökulsþjóðgarði. Einnig óskum við eftir landvörðum til sumarstarfa 2025. 

Umsóknarfrestur er 17.2.2025

Starf landvarða – helstu verkefni og ábyrgð

Störf landvarða eru fjölbreytt og áherslur ólíkar eftir starfsstöðvum en flest verkefni eiga það sameiginlegt að vera skemmtileg og lífleg. Á meðal helstu verkefna má nefna:

  • Samskipti við gesti þar sem lögð er áhersla á miðlun upplýsinga og fræðslu, meðal annars í formi fræðslugangna og barnastunda
  • Umsjón og eftirliti með starfssvæðum ásamt vöktun náttúrufars til að tryggja verndun og sjálfbæra nýtingu svæðanna.
  • Viðhald innviða, s.s. merking gönguleiða, umhirða svæða og ræsting.
  • Viðbrögðum við óvæntum aðstæðum, þar með talið slysum.

Eftir aðstæðum á hverri starfsstöð geta verkefni landvarða einnig falist í:

  • Afgreiðslu og upplýsingagjöf í gestastofum.
  • Skálavörslu á hálendi.
  • Aðstoð við verkefni sjálfboðaliða.
  • Smærri framkvæmdum og öðrum tilfallandi verkefnum.
  • Eftirlit með leyfisskyldum framkvæmdum og viðburðum

Frekari upplýsingar um starfið og umsóknarform er að finna hér.

Starf þjónustufulltrúa – helstu verkefni og ábyrgð

  • Móttaka gesta, upplýsingagjöf og þjónusta í gestastofum.
  • Áfylling og framsetning vara í verslun og daglegt uppgjör tekna.
  • Símsvörun og svörun tölvupósta.
  • Ræsting og umhirða á gestastofum þar sem við á.
  • Umsjón með afgreiðslu, umhirðu og daglegri starfsemi.

Frekari upplýsingar um starfið og umsóknarform er að finna hér.

Deila frétt