Vegur að Djúpalóni og Saxhól lokaðir til 22. september!

Nánar

Mannamót 2024

Snæfellsjökulsþjóðgarður tók þátt í vel heppnuðum Mannamótum markaðstofa landshlutanna sem haldið var í Kórnum fimmtudaginn 18.janúar sl.

Mannamót er fjölmennasti viðburður í ferðaþjónustu á Íslandi þar sem ferðaþjónum vítt og breitt um landið gefst tækifæri til að kynna sig fyrir ferðaaðilum og eiga gott samtal.

Fyrir Snæfellsjökulsþjóðgarð er Mannamót frábær vettvangur til að eiga samtal við ferðaþjónustuna um mikilvægi þjóðgarðsins og markmið hans um verndun nátttúru- og menningarminja, fræðslu, upplifun og aðgengi.

Hákon, þjóðgarðsvörður og Rut, þjónustustjóri kynntu þjóðgarðinn í ár.
Deila frétt