Vegur að Djúpalóni og Saxhól lokaðir til 22. september!

Nánar

Rut Ragnarsdóttir nýr þjónustustjóri

Rut Ragnarsdóttir hefur verið ráðin sem þjónustustjóri í Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Rut er mannfræðingur að mennt með viðskiptafræði sem aukagrein, diploma í markaðsfræði og APME gráðu í verkefnastjórnun.

Megin hlutverk þjónustustjóra er umsjón með rekstri nýrrar þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi og gestastofu á Malarrifi, ábyrgð á þjónustu við gesti, viðburðastjórnun og gerð og miðlun fræðslu- og upplýsingaefnis.

Rut rekur verslun í Ólafsvík, Útgerðina, en starfaði áður hjá Vodafone og var verkefnastjóri í Símenntunarmiðstöð Vesturlands. Hún hefur meðal annars unnið við vefsíðugerð og gerð kynningarefnis í fyrri störfum.

Við bjóðum Rut velkomna til starfa í Þjóðgarðinn.

Deila frétt