Ragnhildur Sigurðardóttir hefur verið ráðin nýr þjóðgarðsvörður Snæfellsjökulsþjóðgarðs í stað Hákonar Ásgeirssonar sem hefur hafið störf sem sviðsstjóri Stjórn- og verndarsviðs hjá Náttúruverndarstofnun.
Ragnhildur hefur frá árinu 2014 gegnt starfi framkvæmdastjóra Svæðisgarðsins á Snæfellsnesi. Svæðisgarðurinn er fjölþætt samstarf sveitarfélaga, fyrirtækja, félaga og samtaka á svæði sem myndar samstæða landslags- og menningarlega heild. Ragnhildur hefur búið á Snæfellsnesi í 29 ár og þekki því bæði vel til bæði. Ragnhildur er með meistaragráðu í umhverfisfræðum og náttúruvernd og hefur m.a. starfað að mörgum verkefnum með þjóðgarðinum.
Við bjóðum Ragnhildi velkomna til starfa í þjóðgarðinn.