Það fjölgar hjá okkur starfsfólki. Páll Marel Jónsson hefur verið ráðinn sem landvörður í þjóðgarðinn.
Páll er ljósmyndari að mennt og stundar einnig nám í skógfræði við Landbúnaðarháskólann.
Megin hlutverk landvarða er að sinna náttúruvernd, fræða og upplýsa um náttúru og sögu ásamt eftirliti og viðhaldi innviða í þjóðgarðinum og á nærliggjandi náttúruverndarsvæðum.
Páll hefur sinnt fjölbreyttum störfum, þar á meðal landvörslu í Vatnajökulsþjóðgarði og á friðlýstum svæðum á Austurlandi.
Við bjóðum Pál velkominn til starfa í þjóðgarðinn Snæfellsjökul.