Árið sem leið var farsælt og viðburðaríkt í Snæfellsjökulsþjóðgarði. Starfsemi ársins einkenndist af fjölbreyttum verkefnum, auknum fjölda gesta, nýjum starfsmönnum og verðmætri reynslu sem styrkti starfsemi þjóðgarðsins enn frekar. Náttúruverndarstofnun hóf störf 1. janúar 2025 og tók Snæfellsjökulsþjóðgarð formlega til sinna verkefna á sviði náttúruverndar, lífríkis- og veiðistjórnunar. Ragnhildur Sigurðardóttir hóf störf sem þjóðgarðsvörður og…