Mandy Nachbar nýr þjónustufulltrúi

Mandy Nachbar hefur verið ráðin sem þjónustufulltrúi í þjóðgarðinn Snæfellsjökul.

Mandy er með diploma í Tourism Management og leiðsögumaður að mennt.

Megin hlutverk þjónustufulltrúa er móttaka gesta í gestastofum þjóðgarðsins, veita fræðslu um náttúru og sögu svæðisins og almenn upplýsingagjöf.

Mandy hefur sinnt fjölbreyttum störfum er snúa að þjónustu við ferðamenn. Hún starfaði m.a. áður í upplýsingamiðstöð og bókasafni Grundafjarðar og hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Terra Nova.

Við bjóðum Mandy velkomna í ört vaxandi starfshóp þjóðgarðsins.

Deila frétt