ATHUGIÐ: Lokun á Dritvíkurvegi vegna vegabóta og því skert aðgengi að Djúpalónssandi.
Vegna framkvæmda verður Dritvíkurvegur lokaður fyrir allri umferð frá Útnesvegi að Djúpalónssandi dagana 26. maí – 8. júní 2025 vegna vegabóta á veginum. Vegurinn niður að Djúpalónssandi verður því lokaður fyrir allri umferð á meðan framkvæmdum stendur.
Aðrir valkostir á svæðinu:

Vermannaleið
Gönguleið fyrir vant göngufólk, um 3 km löng frá efra bílastæði niður að Dritvík. Leiðin liggur um gróft hraun og tekur um 1,5 klst að ganga að Dritvík – og jafnlengi til baka. Frá Dritvík tekur um 20 mínútur að ganga yfir að Djúpalónssandi.
Áhugaverðir áfangastaðir í grennd

- Malarrif og Lóndrangar – fallegt útivistarsvæði með Malarrifsvita og Salthúsið í nágrenninu.
- Gestastofa Þjóðgarðsins á Malarrifi – opin daglega frá 10:30–16:30.
- Svalþúfa og Þúfubjarg – fuglabjörg með fjölbreytt fuglalíf, stutt gönguleið frá bílastæði að bjargbrún og áfram framhjá Lóndröngum.
Mikilvægt er að gestir þjóðgarðsins skipuleggi ferð sína með tilliti til lokana og séu vel búnir ef lagt er í göngu.