Við tókum fagnandi á móti desember og fengum líflegar heimsóknir frá krökkunum á elstu deild leikskóla Snæfellsbæjar ásamt nemendum í 1-4 bekk grunnskóla Snæfellsbæjar.
Hóparnir tveir komu færandi hendi með jólaskraut á tréð í Þjóðgarðsmiðstöðinni sem þau föndruðu sjálf í þemanu fuglar. Verður þetta héðan í frá árlegur liður í jóladagskrá Snæfellsjökulsþjóðgarðs þar sem sérvalið þema úr lífríki þjóðgarðsins mun prýða jólatréð.
Krakkarnir fengu aðstoð frá jólasveini þjóðgarðsins við skreytingar og að lokum var dansað og sungið í kringum fallega jólatréð sem fengið var hjá Skóræktarfélagi Ólafsvíkur.
Þökkum við nemendum, kennurum, jólasveininum og Skóræktarfélaginu í Ólafsvík kærlega fyrir að færa jólaandann yfir Þjóðgarðsmiðstöðina með skrauti, söng, og gleði.