Framkvæmdum lokið á veginum niður að Djúpalónssandi

Tímabærum framkvæmdum á Dritvíkurvegi (nr. 572) er nú lokið. Í byrjun sumars var fyrri hluti framkvæmdarinnar unnin þar sem vegurinn breikkaður. Seinni og loka hluti framkvæmdarinnar fól í sér að bundið slitlag var sett á veginn. Framkvæmdin stórbætir tengingu þjóðvegs við Djúpalónssand og eykur umferðaöryggi um veginn.

Við fögnum þessum lokaáfanga og þökku Vegagerðinni fyrir gott samstarf og vegfarendum í þjóðgarðinum kærlega fyrir tillitssemina.

Deila frétt