Þjóðgarðsmiðstöðin fékk þann heiður að taka á móti Forsætisnefnd Alþingis í gær. Nefndin fékk afnot af fundarrými miðstöðvarinnar og naut veitinga frá Elja kaffihúsi.
Í lok heimsóknarinnar kynnti Ragnhildur þjóðgarðsvörður starfsemi þjóðgarðsins og ræddi mikilvægi hans fyrir samfélagið og náttúruna.
Við þökkum Forsætisnefndinni kærlega fyrir komuna – það var okkur sannur heiður að taka á móti ykkur.